Sendu okkur skilaboð

Samsærið

Íslenskur tölvuleikur handa þér!

Reyndu að afla sönnunargagna til að sýna fram á að þú framdir ekki glæpina sem einhver hefur reynt að koma á þig sök fyrir. Vertu skrefi á undan rannsóknarlögreglunni sem er á eftir þér og reyndu að bjarga eigin skinni á meðan þú leysir þrautir á ferðalagi þínu um suður Evrópu í Samsærinu!
Leikurinn er ókeypis á íslensku, þú þarft aðeins að skrá þig inn í gegnum Facebook.


Leikurinn er hýstur á Íslandi svo um innlent niðurhal er að ræða sem er alveg ókeypis. Það ætti aðeins að taka nokkrar mínútur að sækja hann, jafnvel minna á hraðvirkri tengingu.


Ef þú lendir í vandræðum, hvort sem þau eru tæknileg eða leikjatengd, þá er upplagt að líta inn á spjallborð leiksins og sjá hvort ekki sé hægt að leysa málið þar fljótt og vel.Spurningar og svör

Hvað meinið þið að leikurinn er íslenskur?

Leikurinn er þróaður í samstarfi við Gamatic ehf. á Íslandi og er að öllu leyti á íslensku!

Er leikurinn alveg ókeypis?

Já, íslenska útgáfa leiksins er alveg ókeypis! Þú þarft aðeins að skrá þig inn á facebook til að sækja leikinn.

Fyrir hvaða tölvu er leikurinn?

Leikurinn gengur á flestum nýlegum tölvum með Windows stýrikerfinu, við mælum með a.m.k. 1GHz örgjörva, 128MB RAM, DirectX 9 og ca. 700MB plássi á harða diskinum.

Hvað á svo að gera í leiknum?

Leikurinn gengur út á að finna ákveðna hluti sem beðið er um og leysa ýmsar þrautir þess á milli.

Mig vantar hjálp!

Ekkert mál! Líttu við á spjallborði leiksins og sjáðu hvort ekki sé búið að leysa málið. Ef ekki, þá skaltu endilega láta heyra í þér þar og við leysum málið hratt og örugglega.


Samsærið verður nú sótt

Niðurhal leiksins hefst nú sjálfkrafa eftir fáeinar sekúndur og ætti aðeins að taka nokkrar mínútur. Við vonum að þú hafir gaman af því að spila leikinn og sjáir þér fært að segja vinum og vandamönnum frá leiknum okkar!
Ef þú vilt senda síðuna á vini þína á Facebook, þá er það ekki flóknara en að smella á senda hnappinn!

Villa hefur komið upp

Villa hefur komið upp sem veldur því að ekki er hægt að sækja leikinn. Vinsamlegast prófið aftur, en ef það gengur ekki þá geturðu sent okkur póst á samsaerid@gamatic.com og við gerum allt sem við getum til að finna út úr því!